Aðgerðir í Flateyrarhöfn

Frá björgunaraðgerðum í Flateyrarhöfn í síðustu viku.
Frá björgunaraðgerðum í Flateyrarhöfn í síðustu viku.

Starfsmenn Sjótækni hafa unnið við björgun báta í Flateyrarhöfn síðan 16. janúar og hafa aðgerðir gengið vel þegar veður hefur leyft. Búið er að ná bátnum Blossa ÍS upp og hífa hann upp á bryggju. Einnig var báturinn Eiður ÍS dreginn að bryggju og festur þar en enn er eftir að snúa honum þar sem hann hafnaði á hvolfi í sjónum við snjóflóðið þann 15. janúar.

Veður hefur hamlað aðgerðum af og til en í vikunni tókst að koma bátnum Guðjóni Arnari að bryggju og dæla öllum sjó úr honum. Báturinn Brói KE var dreginn að bryggju af strandstað og hann bundinn við bryggju og sjó dælt úr honum. Einnig tókst að koma böndum á bátinn Sjávarperluna og tryggja hana við bryggju og hún var síðan hífð upp á bryggju þegar veður leyfði.

Myndir af björgunaraðgerðum má sjá undir flipanum myndir á heimasíðunni og þar undir albúminu Björgunaraðgerðir á Flateyri. Myndirnar eru flestar teknar af Páli Önundarsyni á Flateyri og við kunnum honum bestu þakkir fyrir afnotin af myndunum. Aðrar myndir eru teknar af Kjartani Haukssyni og Guðbjarti Ásgeirssyni.

Björgunaraðgerðir á Flateyri

Samið hefur verið við Sjótækni ehf á Tálknafirði um björgunaraðgerðir vegna sokkinna báta á Flateyri og eru starfsmenn Sjótækni að taka saman búnað og tæki til að fara með á Flateyri. Undirbúningur að verkinu er í fullum gangi og starfsmenn og búnaður á leið til Flateyrar. Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni stýrir verkefninu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/01/16/samid_vid_kofunarthjonustu_vegna_sokkinna_bata/

 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/01/16/munu_bjarga_thvi_sem_bjargad_verdur/

Vetrarveður á nýju ári

Báturinn Fálki bundinn við bryggju í Tálknafjarðarhöfn og bíður eftir batnandi veðri
Báturinn Fálki bundinn við bryggju í Tálknafjarðarhöfn og bíður eftir batnandi veðri
1 af 2

Sjótækni ehf á Tálknafirði óskar öllum starfsmönnum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum gleðilegs nýárs og þakkar fyrir samskiptin á liðnu ári.

Það er óhætt að segja að nýtt ár heilsi með vetrarveðrum og það hefur sín áhrif á starfsemi Sjótækni og samstarfsaðila. Bátar Sjótækni hafa verið að mestu leyti bundnir við bryggju vegna veðurs frá því fyrir jól og lítið hægt að gera. Vonandi fer þó veðrið að ganga niður þannig að hægt verði að fara að sinna þeim verkefnum sem bíða úrlausnar. Það er þó alltaf hægt að hugga sig við það að sólin er farin að hækka á lofti og daginn að lengja. Þegar veðrið fór að ganga niður um hádegið í dag voru meðfylgjandi myndir teknar af bátnum Fálka í Tálknafjarðarhöfn og fannbörðum húsum á hafnarsvæðinu á Tálknafirði.