Sjótækni ehf er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög ásamt því að reka öfluga köfunarþjónustu. Við þjónustum bæði stóra og litla verktaka við fjölbreytt verkefni um allt land og erlendis eftir því sem verkkaupum hentar.
Framkvæmdir tengjast meðal annars neðansjávarlögnum, mannvirkjum í sjó og vatni, fiskeldi, skipaþjónustu, virkjunum og stóriðju. Fyrirtækið gerir út báta, vinnuskip, pramma og bílaflota og mikið af sérhæfðum tækjum og búnaði svo sem mælingatæki af fullkomnustu gerð.
Fyrirtækið var stofnað 2002 en sameinaðist rekstri fyrirtækis sem hefur starfað frá 1991 við ofangreindar framkvæmdir og þjónustu. Fyrirtækið starfar um allt land auk stöku verkefna erlendis.
Helstu viðskiptavinir eru opinberar stofnanir, sveitarfélög, fiskeldisfyrirtæki, veitur, orkufyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, stóriðja og ýmsir smærri verkkaupar.
Aðalstarfsstöð Sjótækni er á Tálknafirði.
Sjótækni ehf hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem er viðhaldið og unnið er að stöðugum endurbótum í samræmi við kröfur staðalsins ISO 14001:2015 og öryggisstjórnunarkerfi sem er viðhaldið og unnið að stöðugum endurbótum í samræmi við kröfur staðalsins ISO 45001:2018. Umhverfis- og öryggisstjórnunarkefið nær til starfsstöðvar Sjótækni á Tálknafirði og allrar starfsemi fyrirtækisins óháð staðsetningu verkefna innanlands sem erlendis, bæði á sjó og landi. Umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi Sjótækni
Umhverfisstjórnunarkerfið fylgir staðlinum ISO 14001:2015, Environmental management systems - Requirements with guidance for use.
Örygggisstjórnunarkerfið fylgir staðlinum ISO 45001:2018, Occupational health and safety management systems - Requirements with guidance for use.
Sjótækni ehf. | Kt 600802-3210 | Hafnarhúsi | 460 Tálknafirði
Kjartan J Hauksson | Sími 8930583
Email kjartan hjá sjotaekni.is
Guðbjartur Ásgeirsson | Sími 6622699
Email gudbjartur hjá sjotaekni.is
Ómar Hafliðason | Sími 7688887
Email omar hjá sjotaekni.is
Albert Marzelíus Högnason | Sími 8976793
Email addi hjá sjotaekni.is