Þann 25 október á síðasta ári, kom til okkar í Sjótækni, hann Frederik Van Haute, frá Acotec.
Hélt hann kynningu á Acotec, samhliða Hafnarþingi á Hilton Hóteli.
Vorum við með léttar veitingar, og komu þónokkrir til að kynna sér aðferðafræði okkar, til viðhalds og viðgerða á hafnarmannvirkjum.
Sjá nánar á innsíðu : viðhald hafnarmannvirkja
Nýjasti bátur Fiskeldisþjónustunar, Askur, fór í slipp á Ísafirði. Fjölga þurfti vinnubátum vegna aukinna verkefna og eru nú vinnubátar Fiskeldisþjónustunar samtals fjórir auk minni báta.
Haukur, vinnubátur Fiskeldisþjónustunar, við kvíjar í Dýrafirði við nótaþvott hjá Arctic Fish.