Eitt af þeim tækjum sem Sjótækni á og rekur er kafbáturinn okkar sem er notaður til að taka myndir af sæstrengjum, kvíum og öðrum mannvirkjum sem eru neðansjávar. Oft er fljótlegra að nota kafbátinn til að mynda slík mannvirki en að senda kafara niður til þess og oft eru þessi mannvirki á meira dýpi en kafarar ráða við með góðu móti.
Á dögunum voru starfsmenn Sjótækni úti í Vestmannaeyjum þar sem myndaðar voru lagnir fyrir HS Veitur og þá kom kafbáturinn okkar að góðum notum við að skoða legu lagnanna og ástand þeirra á sjávarbotninum. Meðfylgjandi myndir eru teknar við ýmis tækifæri við notkun kafbátsins í sumar auk Vestmannaeyja.