Í haust unnu starfsmenn Sjótækni við að leggja röralagnir í höfninni á Bíldudal í tengslum við starfsemi Arnarlax. Vinnan var flókin og margþætt, meðal annars þurfti að sjóða saman rörin, setja á þau steinsökkur til að sökkva rörunum og koma síðan öllu á sinn stað. Við frágang lagnanna við bryggjuna þurfti síðan að koma rörunum í gegnum stálþilið sem er verið að reka niður og festa þau. Við vinnuna voru notuð ýmis tól og tæki, gröfur og kranar auk kafara og suðumanna að ógleymdum bátnum Kafara BA sem nýtist vel í svona verkefnum.