Útsetning kvía í Skutulsfirði

Búnaðurinn og akkerin á bryggjunni á Ísafirði þar sem þau voru hífð um borð í Kafara BA
Búnaðurinn og akkerin á bryggjunni á Ísafirði þar sem þau voru hífð um borð í Kafara BA
1 af 3

Í sumar vann Sjótækni við að setja út akkeri fyrir fiskeldiskvíar fyrir Hábrún á eldissvæði þeirra í Skutulsfirði í Ísafjarðardjúpi. Sett voru út 18 akkeri og kerfisfestingar sem koma til með að halda átta kvíum á sínum stað. Kvíarnar verða síðan settar á sinn stað í haust. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er búnaðurinn engin smásmíði sem notaður er enda þarf hann að þola mikið veðurálag.

Fjölgeislamælingar á Ölfusá

Mælingabátur Sjótækni við fjölgeislamælingar á Ölfusá
Mælingabátur Sjótækni við fjölgeislamælingar á Ölfusá
1 af 2

Í sumar voru starfsmenn Sjótækni við fjölgeislamælingar á Ölfusá við Selfoss með fjarstýrðum mælingabát fyrirtækisins. Unnið var við kortlagningu á botni árinnar til að hægt væri að átta sig betur á hvernig botninn liti út og hvert dýpið væri. Báturinn reyndist vel við mælingar í ánni þrátt fyrir mikinn straum og mikið grugg í vatninu og náðist að kortleggja botn árinnar nokkuð vel.

Starfskynning nemenda

Alexander með köfunarharness kafara og loftkút á bakinu
Alexander með köfunarharness kafara og loftkút á bakinu
1 af 2

Sjótækni hefur í samstarfi við Tálknafjarðarskóla tekið á móti nemendum í starfskynningu í haust og síðustu tvo miðvikudaga komu þeir Alexander og Arnór til okkar.

Við kynntum fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins í máli og myndum og sýndum þeim tól og tæki til ýmissa nota. Meðal annars sýndi Mariusz, einn af köfurunum okkar, þeim búnað sem kafararnir nota og hvernig hann virkaði. Síðan fór Marteinn skipstjóri með þeim um borð í Össuna og sýndi þeim skipið og hvað væri verið að gera þar um borð. Seinni miðvikudaginn var svo farið með strákana á Bíldudal og þeim boðið um borð í Kafara BA þar sem starfsmenn Sjótækni voru að vinna við lagnir í Bíldudalshöfn. Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni sýndi þeim verkið og leyfði þeim að máta belti og kúta sem kafararnir bera á sér þegar þeir vinna við köfun. Við hjá Sjótækni þökkum þeim Arnóri og Alexander fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.