Nýr bátur í flota Sjótækni

Sjótækni ehf kynnir með stolti nýjan mælingabát sem hefur bæst við í tækjaflota Sjótækni. Báturinn er fjarstýrður og búinn fjölgeislamælum sem mæla bæði botn sjávar og vatns og landið í kring þannig að heilstæð mynd fæst af umhverfi bæði ofansjávar og neðan. Starfsmenn Sjótækni eru þessa dagana að æfa sig á nýja bátinn í höfninni á Akranesi áður en farið er í fyrstu verkefni bátsins.

Sjá nánar á innsíðu: MÆLINGAR / RANNSÓKNIR

Nýr mælingarbátur hjá Sjótækni

1 af 2

Tveir af starfsmönnum Sjótækni ehf voru síðustu viku í Noregi að læra á nýjan mælingabát sem Sjótækni hefur fest kaup á. Um er að ræða fjarstýrðan bát af gerðinni „Otter“ USV (Unmanned Surface Vehicle) sem framleiddur er af Maritime Robotics í Noregi. Með þessum báti verður hægt að mæla bæði ofansjávar og neðan í aðstæðum þar sem erfitt er að koma við mönnuðum bátum til mælinga. Von er á bátnum heim á næstu vikum og nú þegar bíða hans verkefni þegar heim er komið.

Sjá nánar á innsíðu: MÆLINGAR / RANNSÓKNIR

Heimsókn til Acotec í Belgíu

Sjótækni er komið í samstarf við Acotec í Belgíu varðandi viðhald á mannvirkjum og meðal annars notkun þurrkvía til viðhalds og viðgerða á stálþiljum í höfnum og steypumannvirki. Sú aðferð að þurrka stálþilið til viðhalds og viðgerða á því er ekki ný af nálinni erlendis en hefur ekki verið notuð hérlendis hingað til. Teljum við að þessi aðferðafræði, sé sú eina rétta, svo hægt sé að vinna þessa nauðsynlegu vinnu við réttar aðstæður.

 

Sjá nánar á innsíðu : mannvirki