Heimsókn til Acotec í Belgíu

Sjótækni er komið í samstarf við Acotec í Belgíu varðandi viðhald á mannvirkjum og meðal annars notkun þurrkvía til viðhalds og viðgerða á stálþiljum í höfnum og steypumannvirki. Sú aðferð að þurrka stálþilið til viðhalds og viðgerða á því er ekki ný af nálinni erlendis en hefur ekki verið notuð hérlendis hingað til. Teljum við að þessi aðferðafræði, sé sú eina rétta, svo hægt sé að vinna þessa nauðsynlegu vinnu við réttar aðstæður.

 

Sjá nánar á innsíðu : mannvirki

Acotec

Þann 25 október á síðasta ári, kom til okkar í Sjótækni, hann Frederik Van Haute, frá Acotec.
Hélt hann kynningu á Acotec, samhliða Hafnarþingi á Hilton Hóteli.
Vorum við með léttar veitingar, og komu þónokkrir til að kynna sér aðferðafræði okkar, til viðhalds og viðgerða á hafnarmannvirkjum.

Sjá nánar á innsíðu : viðhald hafnarmannvirkja

Nýr bátur Fiskeldisþjónustunar

Nýjasti bátur Fiskeldisþjónustunar, Askur, fór í slipp á Ísafirði. Fjölga þurfti vinnubátum vegna aukinna verkefna og eru nú vinnubátar Fiskeldisþjónustunar samtals fjórir auk minni báta.