Tveir af starfsmönnum Sjótækni ehf voru síðustu viku í Noregi að læra á nýjan mælingabát sem Sjótækni hefur fest kaup á. Um er að ræða fjarstýrðan bát af gerðinni „Otter“ USV (Unmanned Surface Vehicle) sem framleiddur er af Maritime Robotics í Noregi. Með þessum báti verður hægt að mæla bæði ofansjávar og neðan í aðstæðum þar sem erfitt er að koma við mönnuðum bátum til mælinga. Von er á bátnum heim á næstu vikum og nú þegar bíða hans verkefni þegar heim er komið.
Sjá nánar á innsíðu: MÆLINGAR / RANNSÓKNIR