Sjótækni ehf leggur ríka áherslu á að starfa í sátt við umhverfi og náttúru, vera fyrirmynd og láta gott af sér leiða í þágu náttúru landsins. Markmið okkar er að draga úr umhverfisfótspori fyrirtækisins og hvetja starfsmenn okkar og samstarfsaðila til þess sama til að viðhalda og endurbæta þann arf sem komandi kynslóðir taka við í formi náttúru landsins.
Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Einnig tökum við að okkur önnur verkefni fyrir smærri verkkaupa.
Það er stefna okkar
Við setjum okkur umhverfismarkmið og fylgjumst með árangrinum. Umhverfisstjórnun Sjótækni ehf er vottuð samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 14001.
Umhverfisstefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021 og staðfest með vottun DNV 17.06.2021