Sjótækni ehf leggur ríka áherslu á að starfa í sátt við umhverfi og náttúru, vera fyrirmynd og láta gott af sér leiða í þágu náttúru landsins. Markmið okkar er að draga úr umhverfisfótspori fyrirtækisins og hvetja starfsmenn okkar og samstarfsaðila til þess sama til að viðhalda og endurbæta þann arf sem komandi kynslóðir taka við í formi náttúru landsins.
Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Einnig tökum við að okkur önnur verkefni fyrir smærri verkkaupa.
Það er stefna okkar
Við setjum okkur umhverfismarkmið og fylgjumst með árangrinum. Umhverfisstjórnun Sjótækni ehf er vottuð samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 14001.
Umhverfisstefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021 og staðfest með vottun DNV 17.06.2021
Sjótækni ehf leggur ríka áherslu á að gæta fyllsta öryggis í allri starfsemi fyrirtækisins og tryggja þannig öllum starfsmönnum, verktökum og viðskiptavinum eins öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og hægt er.
Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Einnig tökum við að okkur önnur verkefni fyrir smærri verkkaupa.
Það er stefna okkar
Við setjum okkur öryggismarkmið og fylgjumst með árangrinum. Öryggisstjórnun Sjótækni ehf. er vottuð samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 45001.
Öryggisstefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021 og staðfest með vottun DNV 17.06.2021
Sjótækni ehf leggur ríka áherslu á að tryggja að gæði þjónustu okkar einkennist af fagmennsku og metnaði og séu til fyrirmyndar. Markmið okkar er að öll okkar þjónusta uppfylli ýtrustu gæðakröfur fyrirtækisins um fagleg og vönduð vinnubrögð og mæti þannig óskum og væntingum viðskiptavina.
Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Einnig tökum við að okkur önnur verkefni fyrir smærri verkkaupa.
Það er stefna okkar
Við setjum okkur markmið í gæðastjórnun og fylgjumst með árangrinum. Stefnt er að vottun á gæðastjórnun Sjótækni ehf samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 9001
Gæðastefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021
Sjótækni ehf leggur áherslu á að vera öruggur, góður og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem eftirsóknarvert er að starfa og að starfsmönnum líði vel hjá fyrirtækinu.
Markmið Sjótækni með starfsmannastefnu er að ráða, efla og halda í hæfa og ábyrga starfsmenn sem fái sem best og öruggust starfsskilyrði til að sinna sínu starfi.
Sjótækni leggur metnað sinn í að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og kynna þeim starfsemi fyrirtækisins. Sjótækni leggur áherslu á að starfsmenn þekki starfsemi og verklag fyrirtækisins og fylgi ávallt öllum öryggisreglum og umhverfis- og gæðakröfum í störfum sínum fyrir Sjótækni. Hjá Sjótækni fá starfsmenn tækifæri til að takast á við spennandi verkefni og þróast og eflast í starfi.
Sjótækni er annt um vellíðan starfsmanna og leggur áherslu á jafnræði meðal starfsmanna óháð kynferði, þjóðerni, trúarbrögðum eða aldurs. Starfsmenn skulu bera virðingu fyrir samstarfsmönnum og viðskiptavinum og einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn eru bundnir trúnaði í störfum sínum fyrir Sjótækni og viðskiptavini um þau atriði sem þeir verða vitni að í starfi. Sjótækni leggur áherslu á góð samskipti og hvetur starfsmenn til að ræða við yfirmenn sína um það sem á þeim hvílir og það sem þeim finnst ástæða til að vekja athygli yfirmanna sinna á í störfum sínum.
Sjótækni reynir af fremsta megni að taka tillit til einkalífs og fjölskylduaðstæðna starfsmanna og gera þeim kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð.
Starfsmannastefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021.
Það er stefna Sjótækni að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti og kynferðisleg áreitni verður undir engum kringumstæðum umborin og meðvirkni starfsmanna í einelti er fordæmd.
Einelti er skilgreint í reglugerð nr. 1009/2015 sem: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir.
Kynferðisleg áreitni er skilgreind í sömu reglugerð: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Það er hlutverk allra starfsmanna Sjótækni að koma í veg fyrir einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni, ofbeldi og aðra ótilhlýðilega háttsemi á vinnustað og mikilvægt að starfsmenn sýni samkennd og séu vakandi gagnvart slíkri háttsemi. Stjórnendur skulu ganga á undan með góðu fordæmi og sýna öðrum starfsmönnum tillitssemi, virðingu og umburðarlyndi, stuðla að góðum starfsanda, fylgjast með samskiptum og taka á ágreiningsmálum með markvissum viðbrögðum og leita lausna strax.
Starfsmenn sem verða fyrir einelti skulu leita til næsta yfirmanns eða trúnaðarmanna eða til þjónustustjóra/ framkvæmdastjóra sé næsti yfirmaður gerandi. Allar kvartanir ber að taka alvarlega og bregðast við svo fljótt sem auðið er á faglegan hátt og í fullum trúnaði við þolanda sem ræður því hvert framhaldið verður. Gerandi í einelti getur átt von á áminningu og/eða uppsögn láti hann ekki af hegðun sinni gagnvart þolanda.
Eineltisáætlun Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021
Tilgangur með þessum leiðbeiningum er að benda á stefnu og starfshætti Sjótækni ehf. í umhverfismálum. Sjótækni hefur innleitt umhverfis- og öryggisstjórnun í starfsemi sinni og leggur áherslu á að lágmarka umhverfisáhrif í rekstri fyrirtækisins.