Sjótækni ehf leggur áherslu á að vera öruggur, góður og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem eftirsóknarvert er að starfa og að starfsmönnum líði vel hjá fyrirtækinu.
Markmið Sjótækni með starfsmannastefnu er að ráða, efla og halda í hæfa og ábyrga starfsmenn sem fái sem best og öruggust starfsskilyrði til að sinna sínu starfi.
Sjótækni leggur metnað sinn í að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og kynna þeim starfsemi fyrirtækisins. Sjótækni leggur áherslu á að starfsmenn þekki starfsemi og verklag fyrirtækisins og fylgi ávallt öllum öryggisreglum og umhverfis- og gæðakröfum í störfum sínum fyrir Sjótækni. Hjá Sjótækni fá starfsmenn tækifæri til að takast á við spennandi verkefni og þróast og eflast í starfi.
Sjótækni er annt um vellíðan starfsmanna og leggur áherslu á jafnræði meðal starfsmanna óháð kynferði, þjóðerni, trúarbrögðum eða aldurs. Starfsmenn skulu bera virðingu fyrir samstarfsmönnum og viðskiptavinum og einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn eru bundnir trúnaði í störfum sínum fyrir Sjótækni og viðskiptavini um þau atriði sem þeir verða vitni að í starfi. Sjótækni leggur áherslu á góð samskipti og hvetur starfsmenn til að ræða við yfirmenn sína um það sem á þeim hvílir og það sem þeim finnst ástæða til að vekja athygli yfirmanna sinna á í störfum sínum.
Sjótækni reynir af fremsta megni að taka tillit til einkalífs og fjölskylduaðstæðna starfsmanna og gera þeim kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð.
Starfsmannastefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021.