Öryggisstefna Sjótækni ehf

Sjótækni ehf leggur ríka áherslu á að gæta fyllsta öryggis í allri starfsemi fyrirtækisins og tryggja þannig öllum starfsmönnum, verktökum og viðskiptavinum eins öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og hægt er.

Sjótækni er hafsækinn verktaki sem sinnir uppsetningu, eftirliti, viðhaldi og þjónustu við ýmiskonar mannvirki í sjó og vatni fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Einnig tökum við að okkur önnur verkefni fyrir smærri verkkaupa.

Það er stefna okkar

  • Að vera slysalaus vinnustaður og að enginn starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu hjá fyrirtækinu
  • Að fylgja lögum og reglugerðum í öryggismálum og ganga lengra í þeim efnum þegar við á.
  • Að efla öryggisvitund starfsmanna og undirverktaka og vinna að stöðugri framþróun þannig að þekking og reynsla í öryggismálum endurspegli öll okkar vinnubrögð og verkferla .
  • Að gera áhættumat fyrir öll verk til að draga úr hættu á heilsutjóni starfsmanna og verktaka og greina tækifæri til að gera betur.
  • Að starfsmenn og undirverktakar fái fræðslu og þjálfun og vinni samkvæmt öryggisstefnu og öryggisstjórnun fyrirtækisins. Starfsmenn eru hvattir til að koma með ábendingar til úrbóta.
  • Að viðskiptavinir, þegar við á, fái fræðslu um öryggisstefnu og öryggisstjórnun fyrirtækisins.
  • Að skrá öll slys, óhöpp og atvik þar sem liggur við slysi til að draga lærdóm af því sem betur má fara til að koma í veg fyrir alvarleg slys.
  • Að aðkeypt þjónusta, efni og vörur skulu uppfylla skilyrði öryggisstefnu Sjótækni ehf.

Við setjum okkur öryggismarkmið og fylgjumst með árangrinum. Öryggisstjórnun Sjótækni ehf. er vottuð samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO 45001.

Öryggisstefna Sjótækni ehf er samþykkt 18.05.2021 og staðfest með vottun DNV 17.06.2021

Öryggisstefna Sjótækni ehf