Sjótækni hefur í samstarfi við Tálknafjarðarskóla tekið á móti nemendum í starfskynningu í haust og síðustu tvo miðvikudaga komu þeir Alexander og Arnór til okkar.
Við kynntum fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins í máli og myndum og sýndum þeim tól og tæki til ýmissa nota. Meðal annars sýndi Mariusz, einn af köfurunum okkar, þeim búnað sem kafararnir nota og hvernig hann virkaði. Síðan fór Marteinn skipstjóri með þeim um borð í Össuna og sýndi þeim skipið og hvað væri verið að gera þar um borð. Seinni miðvikudaginn var svo farið með strákana á Bíldudal og þeim boðið um borð í Kafara BA þar sem starfsmenn Sjótækni voru að vinna við lagnir í Bíldudalshöfn. Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni sýndi þeim verkið og leyfði þeim að máta belti og kúta sem kafararnir bera á sér þegar þeir vinna við köfun. Við hjá Sjótækni þökkum þeim Arnóri og Alexander fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.