Starfsmenn Sjótækni unnu við lagningu sæstrengs yfir Skötufjörð í Ísafjarðardjúpi fyrir Orkubú Vestfjarða í byrjun júlí. Sæstrengurinn leysir af hólmi eldri streng og eykur þannig raforkuöryggi. Við lagningu sæstrengsins var notaður prammi sem Sjótækni á og hentar vel fyrir þann búnað sem þarf að nota til að leggja sæstrengi. Pramminn var dreginn af bátnum Kafara auk þess sem báturinn Haukur aðstoðaði við lagninguna en báðir bátarnir eru í eigu Sjótækni. Auk kafara og annarra starfsmanna Sjótækni unnu starfsmenn Orkubúsins að lagningu strengsins.