Í sumar voru starfsmenn Sjótækni við fjölgeislamælingar á Ölfusá við Selfoss með fjarstýrðum mælingabát fyrirtækisins. Unnið var við kortlagningu á botni árinnar til að hægt væri að átta sig betur á hvernig botninn liti út og hvert dýpið væri. Báturinn reyndist vel við mælingar í ánni þrátt fyrir mikinn straum og mikið grugg í vatninu og náðist að kortleggja botn árinnar nokkuð vel.