Bryggjuviðgerðir

 

Þurrkví og Humidur málning

Fyrirtækið Sjótækni er komið í samstarf við fyrirtækið Acotec í Belgíu sem talið er vera í fararbroddi varðandi notkun á þurrkvíum til viðhalds og viðgerða á mannvirkjum í vatni og sjó, bæði ofansjávar og neðan. Sú aðferð að þurrka mannvirki til viðhalds og viðgerða, er ekki ný af nálinni erlendis. Við teljum að þessi aðferðafræði sé mjög hentug til að fást við slíkar framkvæmdir við sem bestar aðstæður.

Þurrkvíar eru af ýmsum stærðum og gerðum eftir eðli og umfangi verkefna. Lítil þurrkví er venjulega 2 metrar á breidd og er hægt að ráða hæðinni á henni, miðað við vinnudýpið. Slík þurrkví passar á venjulegan flatvagn eða flutningabíl og hægt að flytja hana þannig milli staða. Hægt er að framkvæma ýtarlega skoðun og mælingar á mannvirkjum með þurrkvínni sem væru ákveðin af verkkaupa og Sjótækni í sameiningu, þar sem þurrkvíin er sett upp. Þetta er venjulega gert á stöðum þar sem skemmdir eru jafnvel sjáanlegar, eins og tæringargöt eða skemmdir eftir ákomur.

Skoðun á mannvirki getur verið gerð af Sjótækni ehf, af verkkaupa sjálfum, eða þriðja aðila, sem er oftast verkfræðiþjónusta.

 

alternate textSéð ofan í 10 metra háa þurrkví. Vinnupallar á 2,5 metra hæðarbili. Vinnuljós og loftræsting eru innbyggð í þurrkvína.

 

Þegar Sjótækni ehf framkvæmir skoðanir, eru eftirtalin atriði innifalin.

  • Þurrkví staðsett og sjó dælt úr henni.
  • Sjónskoðun
  • Háþrýstiþvottur á gróðri og lífverum
  • Stálþykkt mæld á öllum hliðum stálþilsbárunnar, með meters millibili neðan sjólínu
  • Mat á endingu stáls.
  • Stykki borað eða skorið úr þili, til að meta tæringu innan frá.
  • Próf til að áætla tæringu vegna bakteríu myndunar
  • Mat á þykkt hugsanlegrar eldri tæringarvarnar ( tjara eða málning )
  • Mat á eldri tæringarvörn ss. rafskaut eða zink
  • Hugsanlegar viðgerðir í samráði við verkkaupa

 

Háþrýstiþvottur á stálþili, inni í þurrkví.

 

Skoðun og mat á stálþili, framkvæmt í þurru rými, gefur okkur nokkra kosti umfram skoðun framkvæmda með köfun:

  • Mannvirkið er auðsjáanlegt þeim sem tilnefndur er af verkkaupa.
  • Hægt er að þvo burtu allt ryð, gróður og skel, og safna því saman á botni þurrkvíar og flytja brott til viðurkennds förgunaraðila.
  • Ekki þarf að reiða sig eingöngu á mat og skoðun kafara.
  • Með því að taka sjóþrýstinginn af þilinu, koma jafnvel hin smæstu göt í ljós vegna misþrýstings sem á sér stað þegar þurrkað er utan við þilið.
  • Öll göt sem finnast, er hægt að gera við strax, meðan þurrkví er á staðnum.
  • Vinna við þilið er framkvæmd við bestu mögulegu aðstæður og öryggi og velferð starfsmanna tryggt eins og kostur er.
  • Vinna er markvissari og skilvirkari.
  • Verkkaupi hefur möguleika á betra eftirliti með verkinu.

 

Starfsmaður Sjótækni ehf staddur í þurrkví erlendis til að kynna sér aðferðafræði og vinnubrögð við notkun þeirra. Það kemur öllum á óvart, sem sjá þetta í fyrsta skipti, hversu einföld og skilvirk þessi aðferð er að hafa fullan aðgang að mannvirkjum allt niður á 20 metra dýpi eða meira.

 

 

Fleiri kostir og möguleikar, húðun. Málun með Humidur

Við notkun þurrkvía við viðhald mannvirkja er mögulegt að lengja líftíma þeirra með því að þekja það með Humidur.

Yfirborðsefnið Humidur hefur verið notað í rúm 30 ár og eru fyrstu þilin sem húðuð voru með Humidur enn þá í fullri notkun og engar kvartanir eða gallar hafa komið upp. Sömu sögu er að segja af viðhaldi steypumannvirkja. Viðloðunarpróf hafa leitt í ljós, að efnið hefur einstaka viðloðun til að verja mannvirkið gegn ryði, tæringu og örverubakteríum.

 

Hér er verið að bera Humidur á stálþil neðansjávar.

 

Humidur yfirborðsefnið var upphaflega hannað til að stöðva tæringu á stáli neðansjávar. Það er tveggja-þátta efni sem inniheldur engin leysiefni sem gerir það mjög umhverfisvænt. Þessi eiginleiki efnisins samræmist umhverfismarkmiðum Sjótækni sem miða að því að lágmarka umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins. Starfsmenn Sjótækni leggja sig fram um að huga vel að umhverfinu og hefur Sjótækni fengið vottun samkvæmt ISO staðli 14001. Sú vottun staðfestir að Sjótækni er umhverfisvænt fyrirtæki sem hugar að hverjum einstökum verkþætti og efnisvali við framkvæmdir.

Humidur hefur þann eiginleika að geta þornað neðansjávar sem flýtir mjög fyrir framkvæmdahraða á viðhaldsvinnu mannvirkja því ekki þarf að bíða eftir þornun efnisins áður en þurrkvíin er færð á næsta verkstað. Humidur var fyrst borið á hafnarstálþil árið 1984. Síðan þá hafa engir gallar komið fram, né kvartanir, eins og áður segir. Humidur hefur sannað sig jafnvel við erfiðustu skilyrði þar sem útleiðsla, örverugróður sem tærir stál, lagnaðarís, hitasveiflur og hátt seltustig gera viðhald mannvirkja krefjandi.

Humidur var þróað til að þola allar tegundir vökva og sterkar efnablöndur. Efnið hefur sannað þol sitt gagnvart sterkum og ætandi efnum og einnig gagnvart úrgangs- eða frárennslisvatni. Jafnframt ver það stáltanka og leiðslur gegn sterkum efnablöndum. Humidur hefur staðið sig sem einstök tæringarvörn í rúm 30 ár!

 

Eiginleikar Humidur yfirborðsefnis, samantekt.

  • Sannreyndur líftími yfir 30 ár við erfiðustu skilyrði.
  • Stöðvar tæringu og ryðmyndun vegna örverubaktería.
  • Viðloðunarprófanir við raunaðstæður sýna yfir 20 mPa.
  • Þolir mjög breitt hitasvið, eða frá -35°C til 150°C.
  • Þolir flesta vökva milli pH 0 og pH 14.
  • Mjög slit- og núningsþolin og gríðarlega höggþolin.
  • Mjög litla undirvinnu þarf til að tryggja þessa frábæru viðloðun.
  • Ótakmörkuð endurmálun.
  • Flagnar ekki við útleiðslu né notkun fórnarskauta.
  • Allir RAL litir fáanlegir nema á botnmálningu skipa.
  • Hefur mjög slétt yfirborð, sem gefur gott vökvaflæði í rörum og pípum.

 

 

Humidur er vottað hæft til notkunar í tanka og leiðslur fyrir drykkjarvatn, í olíuiðnaði og fyrir jarðefnaeldsneyti. Efnið hefur ennfremur verið samþykkt af mörgum ríkisstofnunum og flokkunarfélögum eins og: ABS (American Bureau of Shipping), CCS (Chinese Classification Society), USACE (United States Army Corps of Engineers), BAW (Bundesanstalt für Wasserbau), Norwegian Defense, ofl. Hægt er að fá tæknilega ráðgjöf, upplýsingar og þjónustu hjá: TNO, SGS, Royal Haskoning, University of Ghent, University of Antwerp, Maritime Academy of Antwerp, EXOVA, TÜV Rheinland, og fleirum.

 

 

 

 

 

Hér er þurrkví í viðhalds- og málningarvinnu á stálþili. Þessi vinna er mjög sveigjanleg og truflar því lítið sem ekkert skipaumferð.

Hagkvæmt og notendavænt

Humidur reyndist vera hagkvæmasta yfirborðsefnið á markaðnum þegar tekið er tillit til líftíma. Þetta kom í ljós við rannsókn sem Royal Haskoning gerði. Hægt er að fá rannsóknina afhenta ásamt öllum öðrum vottunum og skírteinum sem Sjótækni ehf hefur varðandi slík verkefni. Stór þáttur í hagkvæmni efnisins er að það endist í yfir 30 ár og er viðhaldsfrítt. Enn fremur þarf ekki grunn eða yfirmálun, þegar Humidur er notað. Einungis eitt lag af efninu dugar svo það sparar efni, tíma og vinnu. Ekki þarf að bíða eftir uppgufun þynnis eða terpentínu eins og í málningarkerfum þar sem Humidur inniheldur ekki slík efni.

 

 

Aðrir kostir Humidur eru:

  • Humidur getur þornað neðansjávar við hitastig niður fyrir frostmark. Hægt er að taka þurrkvína frá mannvirkinu strax og búið er að bera efnið á.
  • Hægt er að húða með Humidur við allt að 95% rakastig.
  • Efnið er hættulaust fyrir notandann því engin uppgufun verður fyrr en við 100°C (flashpoint >100°C and even >120°C).
  • Hægt er að bera efnið með því að úða því, pensla eða rúlla.

 

 

 

 

 

Umhverfisvænt

Humidur var hannað í upphafi með skírt markmið í huga. Það inniheldur engin leysiefni, enga þungmálma, enga koltjöru, engin ísósýanöt, ekkert VOC og engin TBT. Það inniheldur einungis föst efni (100% solids ) og er algerlega umhverfisvænt.

Efnið getur þornað neðansjávar án þess að hverfast á nokkurn hátt og hefur alls engin skaðleg áhrif á set, gróður né nokkuð annað í lífríkinu, hvorki ofansjávar né neðan.

Humidur efnið stöðvar ryðmyndun og kemur meðal annars í veg fyrir að MIC bakterían (Microbiologically Influenced Corrosion) komist að járni eða stáli eins og rúmlega 30 ára gömul notkun efnisins sannar.

Hér er prammi með þurrkví að störfum við viðhalds- og yfirborðsmeðhöndlun á stálþili, til hægri sést afraksturinn