Vinnubáturinn Valur í Reykjavíkurhöfn

Nýi vinnubáturinn Valur við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari Hilmar Snorrason
Nýi vinnubáturinn Valur við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari Hilmar Snorrason
1 af 5

Nýr vinnubátur Sjótækni, Valur, kom til hafnar í Reykjavíkurhöfn í gær og var gestum boðið að koma og skoða bátinn af því tilefni. Margir lögðu leið sína um borð um í bátinn og óskuðu Kjartani J. Haukssyni, framkvæmdastjóra Sjótækni og áhöfn hans til hamingju með nýja bátinn. Framundan er síðan sigling til Tálknafjarðar í dag og vonast er til að hægt verði að bjóða Tálknfirðingum og nærsveitungum að koma og skoða bátinn á morgun, föstudag. Meðfylgjandi myndir voru teknar í móttökunni um borð í Val í gær.