Sjótækni ehf á Tálknafirði óskar öllum starfsmönnum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum gleðilegs nýárs og þakkar fyrir samskiptin á liðnu ári.
Það er óhætt að segja að nýtt ár heilsi með vetrarveðrum og það hefur sín áhrif á starfsemi Sjótækni og samstarfsaðila. Bátar Sjótækni hafa verið að mestu leyti bundnir við bryggju vegna veðurs frá því fyrir jól og lítið hægt að gera. Vonandi fer þó veðrið að ganga niður þannig að hægt verði að fara að sinna þeim verkefnum sem bíða úrlausnar. Það er þó alltaf hægt að hugga sig við það að sólin er farin að hækka á lofti og daginn að lengja. Þegar veðrið fór að ganga niður um hádegið í dag voru meðfylgjandi myndir teknar af bátnum Fálka í Tálknafjarðarhöfn og fannbörðum húsum á hafnarsvæðinu á Tálknafirði.