Það styttist í nýja bátinn

Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni með kaupsamninginn eftir undirritun. í baksýn er Assa, vinnuskip Sjótækni.
Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni með kaupsamninginn eftir undirritun. í baksýn er Assa, vinnuskip Sjótækni.

Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni ehf skrifaði á dögunum undir kaupsamning um nýja vinnubátinn sem Sjótækni kaupir af Moen Marin AS í Noregi. Í ljósi sóttvarna er notast við rafrænar undirskriftir þar sem ekki var hægt að fara milli landa og skrifa undir á hefðbundinn hátt. Í samningnum er gert ráð fyrir að báturinn verði tilbúinn til afhendingar í Kolvereid í Noregi þann 01. mars. Það styttist því í að Sjótækni fái nýja vinnubátinn afhentan og tilhlökkunin er mikil.