Síðustu starfskynningarnar í haust

Guðbjartur, Ísabella og Anika fyrir framan afþrýstiklefa Sjótækni
Guðbjartur, Ísabella og Anika fyrir framan afþrýstiklefa Sjótækni
1 af 2

Sjótækni hefur í samstarfi við Tálknafjarðarskóla tekið á móti nemendum í starfskynningu í haust og síðustu tvo miðvikudaga komu þær Ísabella og Anika í heimsókn til okkar.

Við kynntum fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins í máli og myndum og sýndum þeim tól og tæki til ýmissa nota. Meðal annars sýndi Guðbjartur þeim afþrýstiklefann og útskýrði notkun hans. Seinni daginn kenndi Guðbjartur þeim að hnýta hnúta og sýndi þeim hvernig á að splæsa saman línur. Við hjá Sjótækni þökkum þeim Ísabellu og Aniku fyrir komuna og vonum að þær hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.

Starfskynningum nemenda í Tálknafjarðarskóla hjá Sjótækni er lokið þetta haustið og við viljum þakka Tálknafjarðarskóla fyrir framtakið og vonum að allir hafi haft gagn og gaman af heimsóknunum til okkar. Við vonum að framhald verði á þessum starfskynningum og hlökkum til að kynna fleiri krökkum starfsemi okkar á næstu árum.