Nýr þvottaróbot

Nýi þvottaróbotinn hjá Sjótækni tilbúinn til notkunar, starfsmaður Sjótækni Davíð Rúnar Benjamínsson, býr sig undir að hífa róbotinn yfir í kvína til að þvo nótina þar
Nýi þvottaróbotinn hjá Sjótækni tilbúinn til notkunar, starfsmaður Sjótækni Davíð Rúnar Benjamínsson, býr sig undir að hífa róbotinn yfir í kvína til að þvo nótina þar

Sjótækni hefur tekið í notkun nýjan þvottaróbot til að þrífa nætur í fiskeldiskvíum. Róbotinn er af gerðinni Stealth Cleaner frá fyrirtækinu Ocain í Noregi. Róbotinn er beltalaus og þrífur næturnar með lágþrýstingi sem þýðir að notkun hans krefst minni olíunotkunar. Kaup Sjótækni á þessu tæki er einn liður í að framfylgja umhverfisstefnu fyrirtækisins sem kveður á um að reynt skuli að draga úr orkunotkun eins og kostur er til að minnka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Sjótækni er með umhverfisvottun samkvæmt alþjóðlegum umhverfisstaðli ISO 14001 og fékk þá vottun endurnýjaða í vor ásamt því að standast vottun samkvæmt alþjóðlegum öryggisstaðli ISO 45001.