Nýr bátur í flota Sjótækni

Sjótækni ehf kynnir með stolti nýjan mælingabát sem hefur bæst við í tækjaflota Sjótækni. Báturinn er fjarstýrður og búinn fjölgeislamælum sem mæla bæði botn sjávar og vatns og landið í kring þannig að heilstæð mynd fæst af umhverfi bæði ofansjávar og neðan. Starfsmenn Sjótækni eru þessa dagana að æfa sig á nýja bátinn í höfninni á Akranesi áður en farið er í fyrstu verkefni bátsins.

Sjá nánar á innsíðu: MÆLINGAR / RANNSÓKNIR