Mælingar í Skötufirði

Mælingabátur Sjótækni við mælingar í Skötufirði fram undan Hvítanesi
Mælingabátur Sjótækni við mælingar í Skötufirði fram undan Hvítanesi
1 af 2

Við lagningu sæstrengs fyrir Orkubú Vestfjarða í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi var nýr, fjarstýrður mælingabátur Sjótækni notaður til að finna heppilegustu landtökustaðina beggja megin við Skötufjörð. Mælingabáturinn er búinn fjölgeislamæli sem mælir botn og land í kring þannig að heilstæð mynd fæst af umhverfinu sem verið er að mæla.