Mælingar í Djúpinu

Sólin skín á fjöllin sunnan við Ísafjarðardjúp
Sólin skín á fjöllin sunnan við Ísafjarðardjúp
1 af 3

Mælingabátur Sjótækni hefur verið á ferðinni í Ísafjarðardjúpi við mælingar á mögulegum kvíastæðum fyrir fiskeldi í vetur. Þegar kanna þarf botn og aðstæður fyrir kvíar kemur mælingabátur Sjótækni að góðum notum og sannar hann svo sannarlega máltækið „margur er knár þótt hann sé smár“. Það hjálpaði að sjálfsögðu til við verkið að veðrið var eins og best er á kosið og fjöllin við Ísafjarðardjúp settu upp sólarhattinn í tilefni dagsins.