Fleiri nemendur í starfskynningu í Sjótækni

Aron og Magni að máta sig við afþrýstiklefann hjá Sjótækni
Aron og Magni að máta sig við afþrýstiklefann hjá Sjótækni
1 af 3

Sjótækni hefur í samstarfi við Tálknafjarðarskóla tekið á móti nemendum í starfskynningu í haust og síðustu tvo miðvikudaga komu þeir Aron og Magni til okkar í Sjótækni

Við kynntum fyrir þeim starfsemi fyrirtækisins í máli og myndum og sýndum þeim tól og tæki til ýmissa nota. Meðal annars sýndi Maciek þeim afþrýstiklefann og útskýrði notkun hans. Seinni daginn var farið með þá á hraðbát út að kvíum þar sem þeir fengu að skoða þvottagræjurnar um borð í Hauk BA og hvernig þær eru notaðar. Við hjá Sjótækni þökkum þeim Aron og Magna fyrir komuna og vonum að þeir hafi haft gagn og gaman af heimsókninni.